Um helgina urðu þrjár stúlkur úr Þorlákshöfn íslandsmeistarar í 7.flokki kvenna í körfubolta.
Stúlkurnar heita Dagrún Inga Jónsdóttir, Daníela Stefánsdóttir og Jenný Lovísa Benediktsdóttir og spila þær með Njarðvík, þar sem ekki nægilega margar stúlkur æfa körfubolta á þeirra aldri í Þorlákshöfn.
Það var sannkallaður grannaslagur í úrslitum íslandsmótsins, því Keflavík var andstæðingur Njarðvíkurstúlkna.
Skemmst er frá því að segja að Njarðvík sigraði 35-29, í hörkuleik er fram fór í Keflavík.
Ein önnur stúlka úr Þorlákshöfn, Sigrún Elfa Ágústsdóttir er í eldlínunni með Njarðvík í 8, 9 og 10.flokki stúlkna sem eru að berjast um íslandsmeistaratitil.
Hafnarfréttir óskar stúlkunum hjartanlega til hamingju með íslandsmeistaratitilinn.