Stórleikur í höfninni í kvöld þegar KR-ingar mæta í heimsókn

Það verður stórleikur í Icelandic Glacial höllinni í kvöld þegar Þórsarar fá Íslandsmeistara KR í heimsókn í Domino’s deildinni.

Þórsarar unnu fyrri leikinn í Vesturbænum og ætla sér án efa að endurtaka leikinn í kvöld. Í veginum er þó eitt allra sterkasta lið landsins með besta körfuboltamann íslandssögunnar í sínum röðum.

Það má því reikna með hörku leik í Þorlákshöfn í kvöld og mun stuðningurinn úr stúkunni skipta miklu máli.

Leikurinn hefst kl. 20:00.