Dagný Erlendsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn og tekur hún við starfinu 1. mars næstkomandi.
Hún tekur við leikskólastjórastöðunni af Ásgerði Eiríksdóttur en síðustu 18 ár hefur Dagný verið aðstoðarskólastjóri Bergheima.
„Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni ,“ sagði Dagný þegar Hafnarfréttir slógu á þráðinn.
Dagný hefur starfað á leikskólanum frá árinu 1992 þegar hún byrjaði í sumarafleysingum. „Ég er búin að vera í föstu starfi síðan í maí árið 1994 og verið aðstoðarleikskólastjóri frá 1999 eða í átján ár.