Frjálsíþróttadeild Umf. Þórs fékk hæsta styrkinn

Nokkrir iðkendur Frjálsíþróttadeildar Þórs ásamt Rúnari þjálfara.
Nokkrir iðkendur Frjálsíþróttadeildar Þórs ásamt Rúnari þjálfara.

Úthlutað var úr afreks- og styrktarsjóði Ölfuss á síðasta fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Fjórar umsóknir bárust og hlaut frjálsíþróttadeild Umf. Þórs hæsta styrkinn að upphæð 165.000 krónur vegna fyrirhugaðrar keppnisferðar með ellefu keppendur á Gautarborgarleikana í Svíþjóð, dagana 27-29.júní.

Knattspyrnufélagið Ægir fékk styrk að upphæð 105.000 krónur vegna þáttöku sjö leikmanna 3.flokks karla á Gothia Cup í Svíþjóð, dagana 11-20 júlí.

Eva Lind Elíasdóttir og Sigrún Elfa Ágústsdóttir fengu styrk að upphæð 15.000 krónur. Eva Lind fékk styrk vegna æfingaferðar með meistaraflokksliði Umf. Selfoss í knattspyrnu til Spánar, dagana 15-21.apríl.

Sigrún Elfa fékk styrk vegna æfingabúða í Eurocamp körfuknattleiksbúðum í Englandi í sumar.