Digiqole ad

Frjálsíþróttadeild Umf. Þórs fékk hæsta styrkinn

 Frjálsíþróttadeild Umf. Þórs fékk hæsta styrkinn
Nokkrir iðkendur Frjálsíþróttadeildar Þórs ásamt Rúnari þjálfara.
Nokkrir iðkendur Frjálsíþróttadeildar Þórs ásamt Rúnari þjálfara.

Úthlutað var úr afreks- og styrktarsjóði Ölfuss á síðasta fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Fjórar umsóknir bárust og hlaut frjálsíþróttadeild Umf. Þórs hæsta styrkinn að upphæð 165.000 krónur vegna fyrirhugaðrar keppnisferðar með ellefu keppendur á Gautarborgarleikana í Svíþjóð, dagana 27-29.júní.

Knattspyrnufélagið Ægir fékk styrk að upphæð 105.000 krónur vegna þáttöku sjö leikmanna 3.flokks karla á Gothia Cup í Svíþjóð, dagana 11-20 júlí.

Eva Lind Elíasdóttir og Sigrún Elfa Ágústsdóttir fengu styrk að upphæð 15.000 krónur. Eva Lind fékk styrk vegna æfingaferðar með meistaraflokksliði Umf. Selfoss í knattspyrnu til Spánar, dagana 15-21.apríl.

Sigrún Elfa fékk styrk vegna æfingabúða í Eurocamp körfuknattleiksbúðum í Englandi í sumar.