Á morgun, fimmtudag, mun Tómas Guðmundsson opna sýningu sína í Galleríinu undir stiganum á bókasafninu í Þorlákshöfn klukkan 17:00.
Tómas er einn af elstu íbúum bæjarins og hefur hann lengi dundað sér við að renna timbur í allskyns nytjagripi.
Tómas mun sýna lampafætur þar sem mismunandi gerðir af timbri með ólíka áferð og lit er límt saman. Einnig hefur hann rennt skálar, staup, krúsir og margt fleira.
Sjón er sögu ríkari en sýningin stendur yfir til maíloka og er sölusýning.