Ný áhorfendastúka vígð fyrir fyrsta heimaleikinn

Stúkan er hin glæsilegasta.
Stúkan er hin glæsilegasta.

Vinnu við nýja áhorfendastúku við Þorlákshafnarvöll lauk nú í vikunni en um er að ræða glæsilega 377 sæta áhorfendastúku.

Stúkan er samstarfsverkefni Sveitarfélagins Ölfuss og Knattspyrnufélagsins Ægis. Ægismenn sáu um framkvæmdahliðina þar sem menn hafa unnið við uppsetninguna í sjálfboðavinnu. Sveitarfélagið Ölfus fjármagnaði stúkuna ásamt Mannvirkjasjóði KSÍ og Kiwanisklúbbnum Ölver.

Á morgun, laugardag, verður stúkan vígð formlega klukkan 15:00 fyrir fyrsta heimaleik Ægis í 2. deildinni þegar liðið tekur á móti Dalvík/Reyni klukkan 16:00. Frítt verður á leikinn af þessu tilefni og því tilvalið er að skella sér í nýju stúkuna og horfa á leikinn að vígslu lokinni.