Digiqole ad

Ný áhorfendastúka vígð fyrir fyrsta heimaleikinn

 Ný áhorfendastúka vígð fyrir fyrsta heimaleikinn

Stúkan er hin glæsilegasta.

Stúkan er hin glæsilegasta.
Stúkan er hin glæsilegasta.

Vinnu við nýja áhorfendastúku við Þorlákshafnarvöll lauk nú í vikunni en um er að ræða glæsilega 377 sæta áhorfendastúku.

Stúkan er samstarfsverkefni Sveitarfélagins Ölfuss og Knattspyrnufélagsins Ægis. Ægismenn sáu um framkvæmdahliðina þar sem menn hafa unnið við uppsetninguna í sjálfboðavinnu. Sveitarfélagið Ölfus fjármagnaði stúkuna ásamt Mannvirkjasjóði KSÍ og Kiwanisklúbbnum Ölver.

Á morgun, laugardag, verður stúkan vígð formlega klukkan 15:00 fyrir fyrsta heimaleik Ægis í 2. deildinni þegar liðið tekur á móti Dalvík/Reyni klukkan 16:00. Frítt verður á leikinn af þessu tilefni og því tilvalið er að skella sér í nýju stúkuna og horfa á leikinn að vígslu lokinni.