Hörkuduglegir krakkar hlupu frá Hveragerði til Þorlákshafnar

thorskrakkar01

Ljósmyndari Hafnarfrétta var á leið sinni úr höfuðborginni í höfnina fögru í morgun þegar þegar hann rekst á hóp hlaupandi krakka rekjandi körfubolta á þjóðveginum.

Þarna voru krakkar úr körfuknattleiksdeild Þórs í áheitahlaupi frá Hveragerði til Þorlákshafnar en þau eru að safna sér fyrir æfingaferð erlendis sem áætlað er að fara í árið 2015.

Meðfylgjandi mynd var tekin af þessum hörkuduglegu krökkum í morgun.