Kvenfélag Þorlákshafnar fagnar 50 ára afmæli

kvenfelag01Kvenfélag Þorlákshafnar varð 50 ára þann 9. maí síðastliðinn og hélt félagið uppá þennan merka áfanga í Versölum í dag.

Kvenfélag Þorlákshafnar er félagsskapur kvenna sem búsettar eru í Þorlákshöfn og er markmið þeirra að styrkja og efla félagskonur og að láta gott af sér leiða.

Kvenfélagið hefur reynst samfélaginu í Þorlákshöfn afar vel og hefur félagið styrkt hin ýmsu málefni. Einnig eru fjölmargar gjafirnar sem félagið hefur gefið og má þar nefna altaristöfluna í Þorlákskirkju, hljóðkerfið í kirkjunni, loftdýnu í íþróttahúsi auk listaverka sem víða prýða stofnanir í bænum.

Hafnarfréttir óska Kvenfélaginu til hamingju með stórafmælið.