Jónas, Diddú og Guðrún Gísla með tónleika í Þorlákshöfn

jonas_didduUndanfarið hefur Jónas Ingimundarson, píanóleikari efnt til tónleika í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því hann hóf þátttöku í opinberu tónlistarlífi.

Næstkomandi sunnudag ætlar Jónas að halda tónleika í gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, á tónleikaröðinni „Tónum við hafið“. Tónleikarnir fara fram í Þorlákskirkju og mund söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú og leikkonan Guðrún Gísladóttir koma fram með honum í þorpið við sjóinn, en Diddú og Jónas hafa oft komið fram saman á undanförnum árum og hafa tónleikar með þeim tveimur vakið mikla hrifningu, enda hafa þau af miklu að miðla bæði tónlistarlega og sem persónur. Leikkonan Guðrún Gísladóttir flytur íslensku ljóðin og þýðingar Reynis Axelssonar á erlendu ljóðunum.  Þríeykið var mðe tónleika í Salnum í Kópavogi síðustu helgi og gerðu mikla lukku.

Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Gluck, Scarlatti, Caldara, Pergolesi, Curtis, Mario, Verdi, Þórarinn Guðmundsson, Jón Ásgeirsson, Jakob Hallgrímsson, Sigvalda Kaldalóns, Gunnar Reyni Sveinsson, Rachmaninoff, Glinka, Tschaikowski og Alabieff.

Eins og fyrr segir eru tónleikarnir á sunudaginn og hefjast þeir klukkan 16:00.