Leikur þrjú í Grindavík í kvöld: Rúta frá Íþróttamiðstöðinni

drekinn01Lið Þórs heldur til Grindavíkur í dag en leikur þrjú í 8 liða úrslitum Dominos deildarinnar fer fram í kvöld klukkan 19:15.

Staðan er í dag jöfn 1-1 og má fastlega gera ráð fyrir hörku leik í Grindavík í kvöld. Heyrst hefur að Græni drekinn boði endurkomu sína í kvöld og mun láta vel í sér heyra á pöllunum.

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur ákveðið að bjóða upp á rútuferð á leikinn og mun kosta aðeins 1.000 kr. fram og til baka með henni. Rútan fer frá Íþróttamiðstöðinni klukkan 18:00 og er tilvalið fyrir Þorlákshafnarbúa að fjölmenna í rútuna eða á eigin bílum og hvetja strákana áfram í þessu mikla einvígi.