Ingvi skoraði frá miðju og fékk ársbirgðir af pizzum

dominos_sigurvegarar-2
Ingvi glaður eftir þetta glæsilega skot frá miðju.

Ingvi Þór Þráinsson datt aldeilis í lukkupottinn síðastliðinn sunnudag á leik Þórs og Grindavíkur í 8 liða úrslitunum í körfubolta.

Milli fyrsta og annars leikhluta var svokallað Dominos skot en þá fá tveir áhorfendur tækifæri til að skora körfu frá miðju vallarins. Ingvi greip boltann uppi í stúku og fékk því að reyna við skotið. Kappinn gerði sér lítið fyrir og hitti beint ofan í körfuna við mikinn fögnuð áhorfenda.

Ingvi ætti ekki að finna mikið til hungurs næsta árið en hann fékk að launum ársbirgðir af Domino’s pizzum. Hér að neðan má sjá myndband af skoti Ingva.