Breytt dagsetning: Leikur Þórs og Grindavíkur á morgun

IMG_20140313_210147Fjórði leikurinn í einvígi Þór og Grindavíkur fer fram á morgun en ekki í dag eins og fyrst var auglýst en KKÍ breytti dagsetningunni á föstudaginn þar sem um sjónvarpsleik er að ræða.

Þórsarar þurfa nauðsynlega á sigri að halda á morgun ef þeir ætla ekki að detta út en með sigri jafnar Þór einvígið 2-2 og fer þá fram úrslitaleikurinn um laust sæti í undanúrslitum í Grindavík.

Leikurinn fer fram í Icelandic Glacial höllinni og hefst klukkan 19:15. Nú þurfa Þórsarar á góðum stuðningi að halda í þessum mikilvæga leik.