Ægir tapaði gegn Völsungi

aegir01_2013Ægismenn mættu liði Völsungs í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. Lokatölur leiksins voru 3-0 Völsungi í vil en þeir komust yfir strax á fimmtu mínútu leiksins.

Seinni tvö mörk Húsvíkinga komu úr vítaspyrnum á 43. og 90. mínútu leiksins og niðurstaðan öruggur sigur Völsungs.

Ægir heldur í ferðalag til Akureyrar um helgina og mætir liði Magna á föstudag og KF á laugardag en báðir leikirnir fara fram í Boganum á Akureyri.