GÞ tók þátt í Skólahreysti

skolahreysti01Grunnskólinn í Þorlákshöfn tók þátt í Suðurlandsriðli Skólahreystis síðastliðinn miðvikudag og lenti skólinn í fimmta sæti. Þeir sem kepptu fyrir hönd skólans voru þau Styrmir Dan og Gyða Dögg í 9. bekk og Írena Björk og Fannar Yngvi í 10. bekk.

Nemendur af elsta stigi skólans mætti með sínu fólki á keppnina og vöktu mikla athygli íklædd bleiku í stúkunni. Fengu þau síðan „athygli-verðlaun“ fyrir búninga og mikinn hressleika á keppninni.

Hér má sjá fleiri myndir frá keppninni á vef grunnskólans.