Halldóra endurkjörin formaður Bárunnar

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir var endurkjörin formaður stéttarfélagsins Bárunnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Selfossi í fyrradag.

halldora01
Mynd: Davíð Þór

Mikill fjöldi fólks mætti á fundinn og þurftu sumir gestir að sætta sig við það að sitja fram á gangi en stærsta mál fundarins var kosning um formann Bárunnar.

Vernharður Stefánsson, mjólkurbílstjóri, bauð sig fram á móti Halldóru en svo fór að Halldóra hlaut yfirburða kosningu með 70 atkvæðum gegn 27 og var þar með endurkjörin til næstu tveggja ára.