Dagskrá Hafnardaga klár

hafnardagar01Nú líður senn að bæjarhátíð okkar Þorlákshafnarbúa en Hafnardagar verða formlega settir fimmtudaginn 29. maí við hátíðlega athöfn.

Strax á mánudaginn í næstu viku má þó segja að formleg dagskrá hefjist en þá fer Útvarp Hafnardagar í loftið auk þess sem unglingadeild Leikfélags Ölfuss mun frumsýna leikritið Loki Laufeyjarson í Versölum þann sama dag.

Glæsilega dagskrána má sjá í heild sinni inni á heimasíðu Hafnardaga og einnig í nýjustu útgáfu Bæjarlífs.