Nú er svo sannarlega allt að gerast í bæjarfélaginu okkar og einungis þrír dagar í formlega setningu Hafnardaga.
Í dag er fyrsti dagur Útvarps Hafnardaga þetta árið og hófst dagskrá klukkan átta í morgun. Útvarpið er órjúfanlegur hluti Hafnardaga að margra mati og er alltaf jafn gaman að hlusta á útvarpið út Hafnardagavikuna og kemur það manni ávallt í sannkallaðan hátíðargír.
Útvarp Hafnardaga verður á sömu tíðni og venjulega á fm 106,1 en einnig verður hægt að hlusta á útvarpið á netinu hér inni á Hafnarfréttum með því að smella á takkann hér til hægri á síðunni.
Dagskrá útvarpsins má nálgast í heild sinni hér.