Ægir fær Völsung í heimsókn

stukan-29Þriðji leikur Ægismanna í 2. deildinni í fótbolta fer fram á Þorlákshafnarvelli í dag. Liðið mætir Völsungi frá Húsavík og hefst leikurinn klukkan 14:00.

Ægismenn þurfa á sigri að halda í dag en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

Tilvalið að skella sér á völlinn og hvetja strákana áfram í nýju og flottu áhorfendastúkunni.