Flóamarkaður í ráðhúsinu á laugardag

floamarkadurLaugardaginn 24. maí stendur Ungmennráð Ölfuss fyrir flóamarkaði í Ráðhúsi Ölfuss. Markaðurinn stendur frá kl. 12-15.

Ef þú ert einn af þeim sem átt heilan helling af dóti sem þig vantar að losna við, þá er þetta tækifærið.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með bás, ungir sem aldnir, hafi samband á valur@olfus.is eða adalbjorgyrsig@gmail.com