Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum landsins í dag, mánudaginn 8. september og verður bókasafnið í Þorlákshöfn þar engin undantekning.
Í bókasafninu í Þorlákshöfn munu sögupersónur annast afgreiðsluna og verður gestum boðið að taka þátt í spurningaleiknum „Gettu hver ég er?“ Í tilefni lokadags bókamarkaðar verður boðið upp á ýmis ofurtilboð á bókum og tímaritum.
Þema bókasafnsdagsins að þessu sinni er „Lestur er bestur“ og hafa verið hönnuð sérstök bókamerki af tilefni dagsins sem gestir fá að sjálfsögðu með sér heim.