Heilsustígurinn tilbúinn

Ein af fimmtán æfingastöðvum heilsustígsins-Mynd/olfus.is
Ein af fimmtán æfingastöðvum heilsustígsins-Mynd/olfus.is

Framkvæmdum við heilsu- og æfingastíginn sem hófst í vor er nú lokið. Heilsustígurinn er ætlaður sem ný leið til bættrar lýðheilsu og fjölbreyttrar útivistar.

Heilsustígurinn í Þorlákshöfn er 3,4 km að lengd og liggur eftir göngustígum og stéttum bæjarins. Upphaf og endir stígsins er við íþróttamiðstöðina, en notendur hans geta farið inn á stíginn hvar sem þeim hentar. Meðfram stígnum eru 15 æfingastöðvar, misstórar allt frá einum staur og upp í töluvert mannvirki. Við hverja stöð er skilti með leiðbeiningum um æfingar. Æfingunum er skipt upp í styrk, liðleika/fimi og úthald.

Heilsustígurinn hentar öllum jafnt þjálfuðum sem óþjálfuðum og því um að gera að nýta sér þennan bráðsniðuga stíg til að hreyfa sig örlítið.