Vee Sanford sem leikið hefur með körfuknattleiksliðis Þórs í vetur hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Sanford óskaði eftir að losna undan samningi vegna persónulegra ástæðna og urðu þjálfari og stjórn við því en þetta kemur fram á Facebook-síðu Þórs.
Í hans stað hefur verið gengið frá samningi við kunnulegt andlit en Darrin Govens, sem lék með liðinu tímabilið 2011-2012, mun fylla skarð Sanfords.
Darrin Govens lék frábærlega með liði Þórs þegar hann var í höfninni 2011-2012. Þá skoraði hann að meðaltali 23,5 stig í leik, gaf 5,3 stoðsendingar og tók 6 fráköst að meðaltali í leik. Eftir dvöl hans með Þór hélt hann til Ísrael og spilaði þar í mjög sterkri deild.
Næsti leikur Þórs er á föstudaginn þegar liðið heldur til Keflavíkur og leikur þar gegn heimamönnum.