Þrengslin og heiðin lokuð

threngsli_1Búið er að loka, enn eina ferðina, fyrir alla umferð um Þrengslin og Hellisheiði vegna veðurs en fært er um Suðurstrandarveg.

Vaxandi SA-átt og á undan skilum verður hríð og skafrenningur um tíma fyrst suðvestanlands. Á þjóðveginum austur yfir Hellisheiði, má gera ráð fyrir skafbyl og litlu skyggni þar til seint í kvöld en þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.