Gistiheimilið Hjá Jonna á Oddabrautinni í Þorlákshöfn hefur nú fengið samþykkta breytingu á aðalskipulagi Ölfuss frá Skipulagsstofnun.
Lóð gistiheimilisins að Oddabraut 24 hefur formlega verið breytt úr íbúðarsvæði yfir í verslunar- og þjónustusvæði, þar sem gert er ráð fyrir gistiheimili í flokki III þar sem veitingar eru leyfðar en þó ekki vínveitingar.
Gistiheimilið, sem Jón Arason á og rekur ásamt fjölskyldu sinni, hefur slegið heldur betur í gegn eins og sjá má á stærstu hótel-bókunarvefsíðu heims, www.booking.com.
Á vefsíðunni geta gestir skrifað inn umsagnir um gististaðina og gefið þeim einkunnir. Gistiheimilið hjá Jonna er með 9 í einkun að meðaltali en þar má finna rétt tæplega 170 umsagnir þar sem gistiheimilinu og starfsfólki þess er lofað í hástert.
Hér til hliðar má sjá skjáskot af fjórum umsögnum en allar 170 umsagnirnar má sjá á vefsíðu booking.com.