Lilja Rós sigraði söngvakeppni Svítunnar

Lilja Rós Júlíusdóttir sigraði söngvakeppni Svítunnar sem haldin var í gærkvöldi en hún flutti lagið Dancing on my own.

Dómnefndin var skipuð frábæru fólki sem hefur allt tekið þátt í söngvakeppni Svítunnar en í henni voru Arna Dögg Sturludóttir, Bergrún Gestsdóttir og Halldór Ingi Róbertsson.

Allir í dómnefndinni voru sammála um að þetta hefði verið mjög erfitt val, þó svo að einungis tvö atriði hefðu tekið þátt, þar sem bæði atriðin voru virkilega góð.

Eins og fyrr sagði þá bar Lilja Rós sigur úr býtum og mun hún taka þátt í USSS fyrir hönd Svítunnar en það er undankeppni söngvakeppni Samfés á Suðurlandi.

Við hjá Hafnarfréttum óskum Lilju innilega til hamingju með sigurinn.