Arnar Logi í Selfoss

Á myndinni eru Arnar Logi ásamt Zoran Miljkovic (t.h.) þjálfara Selfyssinga og Jóni Steindóri Sveinssyni (t.v.) aðstoðarþjálfara. Mynd: Umf. Selfoss
Á myndinni eru Arnar Logi ásamt Zoran Miljkovic (t.h.) þjálfara Selfyssinga og Jóni Steindóri (t.v.) aðstoðarþjálfara. Mynd: Umf. Selfoss

Arnar Logi Sveinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við 1. deildarlið Selfoss í knattspyrnu.

Arnar Logi er 17 ára miðjumaður, uppalinn hjá Ægi í Þorlákshöfn. Á síðasta tímabili lék Arnar fimm leiki með Ægi í 2. deildinni en hann var einungis 14 ára þegar hann spilaði með meistaraflokki í bikarkeppninni árið 2011.

Einnig spilaði Arnar Logi með sameiginlegu liði Selfoss, Hamars, Ægis og Árborgar í 2. flokki síðastliðið sumar.