Sunnlenska hljómsveitin Hughrif hefur nú sent frá sér tvö lög á myndbandavefinn Youtube. Lögin heita Sunny og Snjóflóð en hljómsveitin var sofnuð í upphafi árs.
Meðlimir sveitarinnar koma víða að af suðurlandinu; Selfossi, Eyrarbakka, Hellu og tveir frá Þorlákshöfn en það eru þeir Axel Örn Sæmundsson sem plokkar bassa og Guðjón Axel Jónsson sem spilar á gítar.
Auk Þorlákshafnardrengjanna skipa hljómsveitina söngkonan Sóley Sævarsdóttir Meyer, Hörður Alexander Eggertsson á píanó, Kristján Gíslason leikur á syntha, Njáll Laugdal Árnason spilar á trommur og Þórir Gauti Pálsson spilar á gítar.
Hughrif stefnir á að taka þátt í Músíktilraunum sem fram fara í tónlistarhúsinu Hörpu undir lok þessa mánaðar.
Hér að neðan má hlusta á lögin tvö með hljómsveitinni Hughrif og er greinilegt að sveitin á framtíðina fyrir sér.