Ölfus í 8 liða úrslit í Útsvari

utsvar_02Lið Ölfus komst í kvöld í átta liða úrslit Útsvarsins eftir glæsilegan sigur á liði Stykkishólms 53-79 í sextán liða úrslitum.

Liðið að þessu sinni var skipað Ingibjörgu Hjörleifsdóttur og feðgunum Hannesi Stefánssyni og Stefáni Hannessyni.

Það verður ekki löng hvíld hjá okkar fólki þar sem átta liða úrslitin hefjast strax eftir viku. Þá mætast Ölfus og Seltjarnarnes en það lið sem sigrar þá viðureign er komið í undanúrslit.