Sameining götuheita í Þorlákshöfn

ráðhúsiðÁ fundi bæjarstjórnar Ölfuss í síðustu viku var ákveðið að fela íbúum bæjarins að kjósa um það hvort þeir séu hlinntir eða andvígir sameiningu á götuheitum í bæjarfélaginu.

Hugmynd kom upp á fundinum að hvert hverfi hafi eitt nafn en ekki mörg götuheiti eins og er í dag. „Það myndi einfalda mikið bæjarskipulag til framtíðar að fækka þessum nöfnum,“ kemur fram í greinargerð bæjarstjórnar Ölfuss.

Eftirfarandi nöfn komu upp á fundinum: Sambyggð og Norðurbyggð fá heitið Byggð. Eyjahraun og Básahraun verða Hraun. Gamla hverfið fengi nafnið Brautir. Bergin væru einfaldlega Berg og nýja hverfið fengi nafnið Búðir.

Þar sem bæjarskrifstofurnar verða lokaðar á morgun, Skírdag, og föstudaginn langa þá eru íbúar hvattir til að renna við á bæjarskrifstofurnar í dag og kjósa. Niðurstöðurnar verða síðan kynntar strax eftir páska á heimasíðu Ölfuss.

Uppfært: Þessi frétt er aprílgabb