Ragnar Örn Bragason, tvítugur piltur sem er uppalinn ÍR-ingur, samdi í dag við Þór um að leika með liðinu næstu tvö tímabil.
Ragnar er 196 sentímetrar og spilar stöðu skotbakvarðar en hann var í u-20 ára liði Íslands á norðurlandamótinu í Finnlandi síðastliðið vor.
Hann var með 6,6 stig að meðaltali í leik á tæpum 23 mínútum á síðasta tímabili með ÍR. Þá var hann með 3,3 fráköst, 1,3 stoðsendingar og stal 1,2 boltum að meðaltali.
„Þórsarar fagna því að fá þennan efnilega bakvörð í sinn leikmannahóp, enda öflugur skotmaður sem styrkir hópinn fyrir átökin framundan í Dominos deildinni,“ segir í tilkynningu Þórs.