Ægir fær KV í heimsókn í bikarnum

aegir2015_lidsmyndÍ kvöld fær Ægir lið KV í heimsókn í bikarkeppni KSÍ í fótbolta. Sömu lið mættust í Vesturbænum síðastliðinn föstudag þar sem Ægir fór með 3-1 sigur í 2. deildinni.

Það lið sem sigrar leikinn í kvöld kemst í 32-liða úrslit en liðin úr úrvalsdeild og 1. deild koma inn í 32-liða úrslitum.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram á Þorlákshafnarvelli.