hafnardagar01Í dag hefst dagskrá Hafnardaga kl. 11:00 á opnun sumarsýningar Byggðasafns Ölfuss á Bæjarbókasafninu.

Í kvöld kl. 19:00 er svo götugrill í hverfunum og að því loknum verður farið í skrúðgöngu út í Reiðhöll Guðmundar. Í reiðhöllinni verður nóg af tónlistar og skemmtiatriðum og auðvitað humarsúpa í boði Kiwanismanna.

 

Dagskrá föstudagsins 5. júní

11:00 Opnun sumarsýningar Byggðasafns Ölfuss á Bæjarbókasafninu. Konur í Ölfusinu. Sýning af tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.

19:00 Götugrill í hverfum og klæðnaður í litum hverfanna

20:30 Skrúðganga úr skrúðgarðinum út í Reiðhöll Guðmundar. Lúðrasveit Þorlákshafnar fer fyrir göngunni. Íbúar úr öllum hverfum mæti tímanlega í litum sinna hverfa í skrúðgarðinn.

21:00-24:00 Dagskrá í reiðhöllinni.
Lúðrasveit Þorlákshafnar hefur dagskrána. Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri setur Hafnardaga formlega.
Tónlistarhópurinn Tónar og Trix flytur nokkur lög, Sigurhanna Björg Hjartardóttir syngur nokkur lög, hljómsveitin Hughrif spilar tvö lög og uppistandarinn Ari Eldjárn skemmtir gestum.
Jarl Sigurgeirsson, trúbador stjórnar brekkusöng.
Kiwanismenn bjóða upp á humarsúpu.

24:00 Trúbadorakvöld Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Jarl Sigurgeirsson mundar gítarnum í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss. Aðgangseyrir.