Síðustu skólaslit Halldórs skólastjóra – myndband

utskrift_halldor01Grunnskólanum í Þorlákshöfn var slitið með formlegum hætti í íþróttamiðstöðinni í dag.

Skólaslitin voru frábrugðin öðrum þar sem þetta voru síðustu skólaslit Halldórs Sigurðssonar skólastjóra eftir 27 ára starf sem skólastjóri við skólann. Guðrún Sigríksdóttir er einnig að hætta störfum við skólann en hún hefur kennt við Grunnskóla Þorlákshafnar í 38 ár.

Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, afhenti Halldóri og Gurðrúnu þakklætisvott frá sveitarfélaginu við þessi tímamót þeirra.

Allir starfsmenn skólans mættu óvætn út á gólf og kvöddu Halldór með söng en brot úr laginu má sjá og heyra hér að neðan.