Sápuboltameisarar Hafnardaga

Sápubolti - HafnardagarAlls voru átta lið skráð í sápuboltann sem fór fram í gærkvöldi við grunnskólann. Sjaldan hefur þessi viðburður heppnast jafn vel og  í gær þrátt fyrir að frekar kalt hafi verið í veðri þegar líða tók á kvöldið.

Fjölmargir lögðu leið sína út í skóla til að fylgjast með herlegheitunum en mikil barátta var í keppendum. Eftir  mikla baráttu voru sápuboltameistarar Hafnardaga árið 2015 krýndir en sigurvegararnir í ár voru bræðurnir Halldór Rafn, Ingimar Rafn og Matthías Rafn ásamt Davíð Arnari og Þorkeli Huga.

Ungmennaráð Ölfuss á hrós skilið fyrir gott skipulag og góðan undirbúning.