Sápubolti og harmonikkuball í dag

hafnardagar01Dagskrá Hafnardaga er vegleg í dag. Klukkan átta í kvöld hefst sápubolti fyrir ungmenni við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Einnig verður á svæðinu mannað fótboltaspil og sitthvað fleira. Vakin er athygli á því að aldurstakmark er í marga leikjanna.

Nóg verður um að vera á Níunni, Egilsbraut 9, í dag og í kvöld. Klukkan 18 er öllum velkomið að skella kjöti á grillið og er fólk hvatt til að taka með sér klappstóla. Klukkan 20 hefst síðan harmonikkuball á Níunni og eru allir velkomnir.