Sundlaugarpartý sló í gegn – myndir

sundlaugarparty2015-3Í kvöld var haldið heljarinnar sundlaugarpartý fyrir 10-13 ára krakka í sundlaug Þorlákshafnar. Mætingin var góð og stemmningin alveg frábær eins og má sjá á myndunum sem fylgja þessari frétt.

Sundlaugarpartýið var hluti af dagskrá Hafnardaga en umsjón viðburðarins var í höndum Ungmennaráðs Ölfuss. Þétt dagskrá var fyrir krakkana eins og vatnapóló, reiptog, big splash, rennibrautarallý og fleira.

Á morgun mun ungmennaráð svo halda utan um sápubolta fyrir 16 ára og eldri og mannlegt fótboltaspil sem er fyrir allan aldur.