Kvennahlaup ÍSÍ 2015 í Þorlákshöfn

sjova_kvennahlaupÁ morgun, laugardaginn 13. júní kl. 12:00, verður kvennahlaup ÍSÍ í Þorlákshöfn. Markmið hlaupsins er líkt og áður að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar.

Dagskráin á morgun byrjar kl. 11:40 við Íþróttamiðstöðina með léttri upphitun og kl. 12:00 hefst kvennahlaupið. Í ár verða hlaupnar tvær vegalengdir 2,5 km og 4,5 km en fólk má að sjálfsögðu hlaupa lengri vegalengdir.

Þátttökugjald er kr. 1.500 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í gjaldinu er bolur, verðlaunapeningur, buff , óvæntur glaðningur frá NIVEA og svo fá allir frítt í sund að hlaupi loknu.

Forsala á bolunum voru í vikunni en á morgun frá kl. 11:00 verður hægt að kaupa boli.