Kvennahlaup ÍSÍ – myndir

Kvennahlaup 5Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í 26.sinn laugardaginn 13. júní sl. Það var Frjálsíþróttadeild Þórs sem sá um framkvæmd hlaupsins í Þorlákshöfn og var þátttaka með besta móti.  Alls hlupu 48 konur og börn í blíðskaparveðri.

Jóhanna Hjartardóttir íþróttakennari sá um teygjur og upphitun fyrir hlaup en farnar voru tvær vegalengdir, 2,5 km og 4,6 km. Hver og einn fór á sínum hraða en allir skiluðu sér glaðir og ánægðir í mark.

Við marklínu fengu allir hlauparar verðlaunapening, drykk í boði Egils Skallagrímssonar og krem í boði NIVEA.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr hlaupinu en Sigþrúður Harðardóttir sá um að taka myndirnar.