Könnun: Óánægja með lyktarmengun í Þorlákshöfn

thorlakshofn01Margir íbúar í Þorlákshöfn virðast vera langþreyttir á lyktamengun sem kemur frá ákveðnum fiskvinnslufyrirtækjum á iðnaðarsvæðinu. Við á Hafnarfréttum höfum sett upp skoðanakönnun, neðst í þessari frétt, um álit íbúa á lyktarmengun í bænum.

Mikil óánægja ríkti meðal íbúa bæjarins fyrir nokkrum árum vegna mengunarinnar og skrifuðu um 600 íbúar Þorlákshafnar undir kvörtunarbréf þess efnis. Svo virðist sem íbúar séu farnir að finna fyrir reglulegri lyktarmengun á nýjan leik, þrátt fyrir að mengunarbúnaður sé til staðar sem á að eyða lyktinni.

Hafnarfréttir hafa tekið eftir nýjum umræðum á Facebook þar sem íbúar Þorlákshafnar eru allt annað en sáttir. „Þegar maður vaknar við lyktina á nóttunni þá er eitthvað mikið að,“ segir einn íbúi sem hefur nú sent kvörtun á Heilbrigðiseftirlit Suðurlands en hægt er að fylla út og senda rafræna kvörtun inni á heimasíðu þeirra.

Annar brottfluttur íbúi Þorlákshafnar tekur í sama streng. „Þetta verður bara að fara að lagast ef menn ætla að búa í þessum bæ áfram, hvað haldið þið að svona hausaþurrkun og bræðsla fengi að vera starfandi marga daga í Reykjavík? Fólk í Þorlákshöfn á einfaldlega ekki að sætta sig við þetta lengur!“

Telur þú að lyktarmengun sé vandamál í Þorlákshöfn?

  • Já, mjög mikið vandamál (66%, 295 atkvæði)
  • Já, frekar mikið vandamál (18%, 83 atkvæði)
  • Nei, ekkert vandamál (8%, 37 atkvæði)
  • Nei, frekar lítið vandamál (6%, 25 atkvæði)
  • Veit ekki (2%, 9 atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 449

Loading ... Loading ...