Flottir tónleikar í Ráðhúsinu annað kvöld

skarkali_auroraÁ morgun, fimmtudagskvöldið 9. júlí, munu tríóið Skarkali og kvartettinn Aurora spila jazz fyrir Þorlákshafnarbúa í Ráðhúsinu.

Eins og við á Hafnarfréttum greindum frá fyrir nokkrum vikum þá verða þarna á ferðinni nokkrir af efnilegustu jazztónlistarmönnum Íslands.

Við hvetjum fólk til að mæta og hlýða á þessa frábæru tónlistarmenn í Ráðhúsinu. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og standa yfir í um það bil 2 klukkustundir með stuttu hléi. Aðgangseyrir er einungis 1.500 kr. og fer miðasala fram við dyrnar.