Allir búseturéttir hjá Elliða eru seldir

manabraut01Húsnæðisfélagið Elliði er búið að vera í fjárhagslegri endurskipulagningu eins og við hjá Hafnarfréttum höfum áður fjallað um. En félagið á 24 íbúðir á Sunnubraut og Mánabraut.

Vinna við fjárhagslegu endurskipulagninguna hefur gengið vel og í vikunni var seinasti búseturéttur Elliða seldur en í byrjun árs átti félagið eftir að selja fimm búseturétti. Einnig er félagið búið að gera upp við alla þá aðila sem áttu inni hjá félaginu.