Vinnuskólinn í skemmtiferð – myndir

Miðvikudaginn, 22. júlí sl., fór vinnuskólinn í sína árlegu skemmtiferð og heppnaðist hún virkilega vel að sögn Pálma Þórs Ásbergssonar en hann er einn af flokkstjórunum sem fóru með í ferðina.

Hópurinn fór í Smáralindina í Skemmtigarðinn og í Lasertag. Að því loknu skelltu þau sé í bíó á myndina Pixels. Eins og má sjá á þeim myndum sem fylgja þessari frétt þá skemmtu allir sér mjög vel í ferðinni.