Ægir tapaði fyrir toppliðinu

aegir_kf-1Ægir heimsótti topplið ÍR í Breiðholtið í kvöld í 2. deildinni í fótbolta. Leikurinn endaði með 3-0 sigri heimamanna í ÍR.

ÍR komst yfir á 31. mínútu leiksins og var staðan í hálfleik 1-0. Heimamenn bættu síðan við öðru marki á 55. mínútu. Það var síðan undir lok venjulegs leiktíma sem ÍR kórónaði sigur sinn með marki á 85. mínútu og lokatölur leiksins eins og fyrr segir 3-0.

Eftir þennan leik sitja Ægismenn í 10. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Njarðvík sem á þó leik til góða. Næsti leikur Ægis er heimaleikur gegn KV á miðvikudaginn eftir viku.