Hughrif – upptaka úr viðtali

hughrif02Eins og Hafnarfréttir greindu frá þá var hljómsveitin Hughrif í útvarpsþættinum Skúrinn á Rás 2 síðastliðið þriðjudagskvöld.

Hughrif var aðalhljómsveit þáttarins en í sveitinni eru tveir Þorlákshafnarbúar, Axel Örn og Guðjón Axel. Hughrif spilaði sex lög í þættinum ásamt því að þáttastjórnandinn spjallaði við þau um hljómsveitina.

Fyrir þá sem misstu af þættinum, þá er hægt að hlusta á hann í heild sinni á vef RÚV eða með því að smella hér.