Halldór Garðar Hermannsson, körfuknattleiksmaður úr Þór, er nú staddur í Austurríki þar sem hann keppir með u-18 liði Íslands á EM b-deildar.
Fyrsti leikur liðsins var í dag gegn Ísrael og áttu íslensku strákarnir ekki sinn besta dag og endaði leikurinn með sigri Ísraelsmanna 73-90.
Halldór Garðar skoraði 7 stig í þessum fyrsta leik. Næsti leikur Íslands er gegn Makedóníu á morgun, föstudag, klukkan 13:45.