Unglingalandsmótið 2018 haldið í Ölfusi

stukan-22Nú í kvöld var tilkynnt að Unglingalandsmótið árið 2018 verður haldið í Sveitarfélaginu Ölfusi. Þetta var tilkynnt á mótssetningu Unglingalandsmótsins sem er í gangi núna um helgina á Akureyri.

Ölfus hefur einu sinni áður haldið Unglingalandsmótið en það var árið 2008. Eins og allir Þorlákshafnarbúar vita þá er íþróttaaðstaðan í sveitarfélaginu fyrsta flokks.

Það er virkilega jákvætt fyrir sveitarfélagið okkar að fá að halda Unglingalandsmótið aftur en betri kynningu út á við er erfitt að fá.