Að þessu sinni í Gamalt og gott er það úrklippa úr Morgunblaðinu. Þriðjudaginn 28. október árið 1986 birti Morgunblaðið myndir úr skötubótinni af  grindarhvölum sem synt höfðu á land.

GrindhvalirMynd 1: Grindarhvalavaðan sem synti á land við Þorlákshöfn dreifðist á liðlega eins kílómetra breitt svæði í fjörunni. Lengst til hægri, fremst í fjörunni, er fólk að skera sér kjöt í matinn, en þétt pakkaðir plastpokar eru í sandinum.

 

skötubótMynd 2: Þessi mynd var tekin sl. sumar þegar börn og unglingar voru að leika sér á baðströnd Þorlákshafnarbúa á nákvæmlega sama stað og hvalirnir gengu á land.

hvalir

Mynd 3: Stærstu dýrin úr marsvínatorfunni voru um 7 metra löng, en þarna liggja þrjú dýr sem Hafrannsóknarmenn voru búnir að merkja í vísindalegum athugunum sínum