Mjög vel heppnað minningarmót – myndir

IMG_20150816_160106Hið árlega Minningarmót um Gunnar Jón Guðmundsson fór fram á Þorláksvelli í dag. Fjölmargir spilarar úr hinum ýmsu klúbbum tóku þátt að þessu sinni en mótið var mjög vel heppnað og endaði með grillveislu í lokin.

Þó nokkuð mikil rigning var á meðan á mótinu stóð en hún kom ekki að sök þar sem vindur var enginn og hlýtt í veðri. Í lokin stytti upp og mótsgestir gæddu sér á dýrindis hamborgurum og pulsum í sólinni.

Verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin, fimm nándarverðlaun og einnig fyrir lengsta teighöggið. Í lokin voru síðan veittir glæsilegir vinningar þar sem allir þáttakendur áttu möguleika á vinning.

Neðst í fréttinni má sjá nokkrar myndir frá mótinu í dag.

Úrslit

  1. Ástmundur Sigmarsson og Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson á 63 höggum netto
  2. Gunnar Már Gunnarsson og Guðni Sigurbjarnarson á 64 höggum nettó
  3. Jóhann Peter Andersen og Erla Adólfsdóttir á 64 höggum nettó

Næst holu voru eftirfarandi:

  • Kjartan Ágúst Valsson 1,39 m frá holu – 2. braut
  • Gunnar Benediktsson 2,06 m – 7. braut
  • Guðrún Brá Björgvinsdóttir 3,82 m. – 10. braut
  • Erla Adólfsdóttir 1,50 m. – 12. braut
  • Ingvar Jónsson 3,40 m – 15. braut

Lengsta teighögg á 17. braut:

  • Ólafur Ingi Guðmundsson