Ölfus gerir samning við Tónsmiðju Suðurlands

tonsmidjan_stefan01Bæjarráð Ölfuss hefur samþykkt að gera samning við Tónsmiðju Suðurlands um tónlistarkennslu fyrir íbúa sveitarfélagsins. Um er að ræða reynslusamning næsta skólaár fyrir allt að 5 nemendur.

Tónsmiðja Suðurlands er einkarekinn skóli sem býður upp á fjölbreytt tónlistarnám og er skólinn í samstarfi við flest sveitarfélög á Suðurlandi.

Eigandi og annar skólastjóri Tónsmiðjunnar er Stefán Þorleifsson en hann bjó í Þorlákshöfn til margra ára. Hann kenndi um tíma í höfninni og stjórnaði kórum og lúðrasveitum.