Í nógu er að snúast hjá Lúðrasveit Þorlákshafnar sem nýlega kom heim eftir vel heppnaða ferð til Lettlands. Því á Menningarnótt á laugardaginn mun sveitin spila á þaki Gamla bíós í miðbæ Reykjavíkur.
Gamla bíó er að fagna því að íbúðin á þaki hússins, sem hefur verið falinn fjársjóður fram þessu, sé nú opin almenningi sem kaffihús og bar með stórkostlegri útiaðstöðu.
Lúðrasveit Þorlákshafnar byrjar sitt prógram klukkan 14:00. Eftir okkar fólki, klukkan 16:00, er það Samúel Jón Samúelsson Big Band sem heldur stuðinu áfram.
Frítt er á tónleikana og er því tilvalið að gera sér menningarferð til Reykjavíkur og verða vitni að stemningunni.